Tvöfalt hærri fasteignaskattar 11. febrúar 2005 00:01 Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira