Hvað er merkilegt í sjónvarpinu? 17. febrúar 2005 00:01 Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun