Til varnar einkaskólum 21. febrúar 2005 00:01 Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar