Sjö króna sekt fyrir grammið 22. febrúar 2005 00:01 Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira