Sjö króna sekt fyrir grammið 22. febrúar 2005 00:01 Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira