Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn 7. mars 2005 00:01 Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira