Níunda listgreinin Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. mars 2005 00:01 Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun