Viðskipti innlent

Tekjur ferðaþjónustu 39 milljarðar

Heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna árið 2004 og jukust um 5,4 prósent frá árinu 2003. Tekjurnar skiptast þannig að eyðsla erlendra ferðamanna innanlands var 26 milljarðar og fargjaldatekjur 13 milljarðar. Hátt gengi krónunnar hefur verið mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum erfitt en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefðu gjaldeyristekjurnar verið um tveimur milljörðum króna meiri ef gengið hefði haldist óbreytt á árinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×