Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 16:11 Vesturbærinn í forgrunni, en Seltjarnarnes, þar sem nýbyggingar eru hvað dýrastar, sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Rúmlega sex af hverjum tíu nýbyggingum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta árs eru óseldar. Aðeins 15 prósent af heildarframboði nýbygginga eru auglýst eða seld undir 65 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, en upplýsingarnar eru unnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna. Þar segir að margar þeirra nýbygginga sem ekki hafa selst séu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. „Á tímabilinu janúar til júlí var 1.911 nýbygging auglýst til sölu, en þar af seldust 714 íbúðir. Á kortinu hér að neðan má sjá söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum, en þar sést að í flestum tilvikum eru einungis 25 til 50 prósent íbúða seldar í hverri götu,“ segir í tilkynningunni og vísað í gagnvirkt kort þar sem sjá má söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum. Gögnin byggja á ayglýsingum frá 1. janúar síðastliðnum til 1. júlí síðastliðins af síðunni fasteignir.is, og gögnum um kaupsamninga á tímabilinu 1. janúar til dagsins í dag frá kaupskrá. HMS þótti áreiðanlegast að hafa tveggja mánaða bil á milli auglýstra og seldra eigna þar sem oft tekur langan tíma að þinglýsa kaupsamning. Dýrast á Seltjarnarnesi og niðri í bæ Meðalverð seldra nýbygginga er 88 milljónir króna á tímabilinu og meðalverð auglýstra nýbygginga er 93 milljónir. Aðeins 15 prósent nýbygginga eru auglýst eða seld á undir 65 milljónir. „Í Hafnarfirði, eða póstnúmerinu 221, eru flestar nýbyggingar auglýstar til sölu, eða um 496 talsins, þar sem 133 íbúðir hafa verið seldar. Að meðaltali er verð þessara íbúða 77 m.kr., sem er eitt lægsta meðalverðið á meðal póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrustu nýbyggingarnar má finna í Grafarholtinu þar sem meðalverðið er 65 m.kr. Dýrustu nýbyggingarnar eru staðsettar á Seltjarnarnesi og miðbæ Reykjavíkur eða í póstnúmerum 101, 102 og 170. En þar er meðalverð nýbygginga í kringum 115 m.kr. Um 60 prósent seldra nýbygginga hafa selst á auglýstu kaupverði, 14 prósent yfir auglýstu kaupverði og 26 prósent undir auglýstu kaupverði.“ Húsnæðismál Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Fasteignamarkaður Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, en upplýsingarnar eru unnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna. Þar segir að margar þeirra nýbygginga sem ekki hafa selst séu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. „Á tímabilinu janúar til júlí var 1.911 nýbygging auglýst til sölu, en þar af seldust 714 íbúðir. Á kortinu hér að neðan má sjá söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum, en þar sést að í flestum tilvikum eru einungis 25 til 50 prósent íbúða seldar í hverri götu,“ segir í tilkynningunni og vísað í gagnvirkt kort þar sem sjá má söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum. Gögnin byggja á ayglýsingum frá 1. janúar síðastliðnum til 1. júlí síðastliðins af síðunni fasteignir.is, og gögnum um kaupsamninga á tímabilinu 1. janúar til dagsins í dag frá kaupskrá. HMS þótti áreiðanlegast að hafa tveggja mánaða bil á milli auglýstra og seldra eigna þar sem oft tekur langan tíma að þinglýsa kaupsamning. Dýrast á Seltjarnarnesi og niðri í bæ Meðalverð seldra nýbygginga er 88 milljónir króna á tímabilinu og meðalverð auglýstra nýbygginga er 93 milljónir. Aðeins 15 prósent nýbygginga eru auglýst eða seld á undir 65 milljónir. „Í Hafnarfirði, eða póstnúmerinu 221, eru flestar nýbyggingar auglýstar til sölu, eða um 496 talsins, þar sem 133 íbúðir hafa verið seldar. Að meðaltali er verð þessara íbúða 77 m.kr., sem er eitt lægsta meðalverðið á meðal póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrustu nýbyggingarnar má finna í Grafarholtinu þar sem meðalverðið er 65 m.kr. Dýrustu nýbyggingarnar eru staðsettar á Seltjarnarnesi og miðbæ Reykjavíkur eða í póstnúmerum 101, 102 og 170. En þar er meðalverð nýbygginga í kringum 115 m.kr. Um 60 prósent seldra nýbygginga hafa selst á auglýstu kaupverði, 14 prósent yfir auglýstu kaupverði og 26 prósent undir auglýstu kaupverði.“
Húsnæðismál Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Fasteignamarkaður Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira