Ekki króna í þrotabúi Base parking Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 11:29 Bílastæði Base parking í Reykjanesbæ. Vísir/Bjarni Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Talsverða athygli vakti þegar bílastæðaþjónustan Base parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðastliðnum. Nafni félagsins hafði þá verið breytt í Siglt í strand ehf. Þjónusta Base Parking fólst í að starfsmenn sáu um að leggja bílum flugfarþega og færa þeim þá aftur við heimkomu. Viðskiptavinir fyrirtækisins kvörtuðu ítrekað undan því lyklar og jafnvel bílar þeirra fyndust ekki þegar þeir ætluðu að fá þá til baka. Í sumum tilfellum lögðu starfsmenn Base Parking bílum í gjaldskyld stæði þannig að viðskiptavinir voru tvírukkaðir fyrir að leggja bílum sínum. Einn viðskiptavinur sá á upptöku úr framrúðumyndavél bíls síns að starfsmaður fyrirtækisins hefði ekið bílnum á 170 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir orrahríð ásakana um misjafna viðskiptahætti lagði fyrirtækið upp laupana og félaginu var siglt í strand. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að skiptum búsins hafi verið lokið þann 12. ágúst án þess að nokkuð fengist upp í lýstar kröfur upp á 58.869.155 krónur. Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Neytendur Bílar Gjaldþrot Tengdar fréttir Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01 Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22 Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Talsverða athygli vakti þegar bílastæðaþjónustan Base parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðastliðnum. Nafni félagsins hafði þá verið breytt í Siglt í strand ehf. Þjónusta Base Parking fólst í að starfsmenn sáu um að leggja bílum flugfarþega og færa þeim þá aftur við heimkomu. Viðskiptavinir fyrirtækisins kvörtuðu ítrekað undan því lyklar og jafnvel bílar þeirra fyndust ekki þegar þeir ætluðu að fá þá til baka. Í sumum tilfellum lögðu starfsmenn Base Parking bílum í gjaldskyld stæði þannig að viðskiptavinir voru tvírukkaðir fyrir að leggja bílum sínum. Einn viðskiptavinur sá á upptöku úr framrúðumyndavél bíls síns að starfsmaður fyrirtækisins hefði ekið bílnum á 170 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir orrahríð ásakana um misjafna viðskiptahætti lagði fyrirtækið upp laupana og félaginu var siglt í strand. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að skiptum búsins hafi verið lokið þann 12. ágúst án þess að nokkuð fengist upp í lýstar kröfur upp á 58.869.155 krónur.
Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Neytendur Bílar Gjaldþrot Tengdar fréttir Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01 Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22 Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01
Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22
Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33