Viðskipti innlent

Vextir gætu lækkað

Tíu milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs verða boðin út í dag. Nær útboðið til allra íbúðabréfaflokkanna fjögurra. Miðað við viðskipti í gær gerir greiningardeild Landsbanka ráð fyrir að vextir á lánum Íbúðalánasjóðs lækki frá því sem nú er og spá 3,9-4,1 prósents vöxtum. Ekki eru þó allir jafnvissir um að lækkun verði mikil, en miðað við viðskipti síðustu daga telst ekki ólíklegt að vextir muni eitthvað lækka. Íbúðalánasjóður hafði tilkynnt að útboðið yrði á fyrsta ársfjórðungi en hefur áskilið sér rétt til að hafna þeim tilboðum sem berast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×