Björgólfur á meðal ríkustu manna 11. mars 2005 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið