Búist við þúsundum lóðaumsókna 20. mars 2005 00:01 Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira