Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur 20. mars 2005 00:01 Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira