Er lýðræði loks að skjóta rótum? Guðmundur Magnússon skrifar 22. mars 2005 00:01 Er lýðræði að skjóta rótum í ríkjum araba? Þessi spurning ber æ oftar á góma. Tilefnið er atburðir sem verið hafa að gerast í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þar í nágrenni. Sumir líkja þeim við lýðræðisbyltinguna í Austur-Evrópu á níunda áratug síðustu aldar. Harðstjórnarríki ofsatrúarmanna og olíukónga séu að falla eins og alræðisríki kommúnista forðum. Við skulum líta á þetta nánar. Svæðið sem um ræðir er sannarlega ekki þekkt fyrir lýðræði eða virðingu fyrir mannréttindum. Aðeins eitt ríki getur talist búa við lýðræðisskipun og það er Ísrael. Í öðrum ríkjum er hefðin sú að völdin flytjast frá föður til sonar. Öll stjórnarandstaða er kæfð niður og ríkt eftirlit er með þeim sem grunaðir eru um skoðanir sem ekki eru þóknanlegar valdhöfum. Þess vegna vekur það athygli þegar lýðræði og réttur einstaklinga er skyndilega orðið mál málananna í þessum heimshluta. Hvað hefur verið að gerast? Stutt er síðan Palestínumenn, sem lengst af hafa lotið stjórn hryðjuverkahópa, gengu að kjörborðinu og kusu sér forseta í frjálsum kosningum. Það var fráfall Jassers Arafats sem hleypti þeirri skriðu af stað. Um líkt leyti buðu átta milljónir Íraka hótunum og ógnunum hryðjuverkamanna birginn og tóku þátt í lýðræðislegum þingkosningum. Þær voru haldnar þrátt fyrir ótryggt ástand,ekki síst fyrir hvatningu hins hófsama trúarleiðtoga Ali al-Sistani. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að slíkt ætti eftir að gerast í ríki Saddams Husseins og sona hans? Jafnvel í Saudí-Arabíu hafa nýskeð farið fram lýðræðislegar sveitarstjórnarkosningar. Eftir þessu er tekið í nágrannalöndunum þar sem menn hafa enn ekki fengið að njóta réttar síns. Ástæðan er sú að netið og gervihnattasjónvarp miðla þessum upplýsingum til almennings sem áður var fullkomlega fáfróður um umheiminn og varð að láta sér nægja opinberar fréttir valdhafanna. Sjónvarpsstöðvar eins og Al Jazeera eiga hér stóran hlut að máli. Fram hjá því verður ekki horft að innrás Bandaríkjamanna og samherja þeirra í Írak skiptir miklu málí í þessu sambandi. Jafnvel þótt hún sé fordæmd sem ólögleg og óskynsamleg er því ekki að neita að hún hefur vakið gífurlega áhuga á því meðal araba og annarra þjóða á svæðinu að þeir fái sjálfir að stjórna sínum málum. Yfirlýst markmið Bandaríkjamanna var að koma á lýðræði í landinu og kosningarnar voru liður í að efna það fyrirheit. En það eru atburðir í Líbanon að undanförnu sem menn veita sérstaka athygli. Gífurlegt uppnám hefur skapast í kjölfar morðsins á Rafik Hariri forsætisráðherra landsins. Talið er að Sýrlendingar standi á bak við glæpinn en þeir hafa haft fjölmennt herlið í landinu um árabil. Reiði almennings birtist í fjöldamótmælum á götum úti. Stjórn Líbanons, sem höll var undir Sýrlendinga, náði ekki tökum ástandinu og neyddist til að segja af sér. Sýrlendingar hafa nú lofað að kalla hermenn sína brott og fyrirheit hefur verið gefið um frjálsar kosningar í maí. Í júlí eru síðan fyrirhugaðar lýðræðislegar kosningar til þings Palestinumanna. Ekki er hægt að útiloka að þar vinni herskáir rétttrúnaðarmenn sigur. Lýðræði á enga vörn gagnvart mönnum sem nota það til að taka það úr sambandi. Í september verða forsetakosningar í Egyptalandi. Í fyrsta sinn í aldarfjórðung verður leyft mótframboð gegn forseta landsins, Hosni Mubarak. Í smáríkjunum við Persaflóa, Qatar og Bahrain, eru miklar umræður í gangi um að koma á fjölflokkakerfi. Við erum vön því að heyra eingöngu fréttir af hryðjuverkum,blóðbaði og öðrum hörmungum frá þessum heimshluta. Þess vegna vekja fréttir um lýðræðishreyfinguna óvæntu bæði undrun og gleði. Það væri mikil gæfa fyrir mannkynið allt ef þessi hreyfing fengi að skjóta rótum og umskapa þjóðfélög araba. Hvort sú verður raunin sker framtíðin ein úr um.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Er lýðræði að skjóta rótum í ríkjum araba? Þessi spurning ber æ oftar á góma. Tilefnið er atburðir sem verið hafa að gerast í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þar í nágrenni. Sumir líkja þeim við lýðræðisbyltinguna í Austur-Evrópu á níunda áratug síðustu aldar. Harðstjórnarríki ofsatrúarmanna og olíukónga séu að falla eins og alræðisríki kommúnista forðum. Við skulum líta á þetta nánar. Svæðið sem um ræðir er sannarlega ekki þekkt fyrir lýðræði eða virðingu fyrir mannréttindum. Aðeins eitt ríki getur talist búa við lýðræðisskipun og það er Ísrael. Í öðrum ríkjum er hefðin sú að völdin flytjast frá föður til sonar. Öll stjórnarandstaða er kæfð niður og ríkt eftirlit er með þeim sem grunaðir eru um skoðanir sem ekki eru þóknanlegar valdhöfum. Þess vegna vekur það athygli þegar lýðræði og réttur einstaklinga er skyndilega orðið mál málananna í þessum heimshluta. Hvað hefur verið að gerast? Stutt er síðan Palestínumenn, sem lengst af hafa lotið stjórn hryðjuverkahópa, gengu að kjörborðinu og kusu sér forseta í frjálsum kosningum. Það var fráfall Jassers Arafats sem hleypti þeirri skriðu af stað. Um líkt leyti buðu átta milljónir Íraka hótunum og ógnunum hryðjuverkamanna birginn og tóku þátt í lýðræðislegum þingkosningum. Þær voru haldnar þrátt fyrir ótryggt ástand,ekki síst fyrir hvatningu hins hófsama trúarleiðtoga Ali al-Sistani. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að slíkt ætti eftir að gerast í ríki Saddams Husseins og sona hans? Jafnvel í Saudí-Arabíu hafa nýskeð farið fram lýðræðislegar sveitarstjórnarkosningar. Eftir þessu er tekið í nágrannalöndunum þar sem menn hafa enn ekki fengið að njóta réttar síns. Ástæðan er sú að netið og gervihnattasjónvarp miðla þessum upplýsingum til almennings sem áður var fullkomlega fáfróður um umheiminn og varð að láta sér nægja opinberar fréttir valdhafanna. Sjónvarpsstöðvar eins og Al Jazeera eiga hér stóran hlut að máli. Fram hjá því verður ekki horft að innrás Bandaríkjamanna og samherja þeirra í Írak skiptir miklu málí í þessu sambandi. Jafnvel þótt hún sé fordæmd sem ólögleg og óskynsamleg er því ekki að neita að hún hefur vakið gífurlega áhuga á því meðal araba og annarra þjóða á svæðinu að þeir fái sjálfir að stjórna sínum málum. Yfirlýst markmið Bandaríkjamanna var að koma á lýðræði í landinu og kosningarnar voru liður í að efna það fyrirheit. En það eru atburðir í Líbanon að undanförnu sem menn veita sérstaka athygli. Gífurlegt uppnám hefur skapast í kjölfar morðsins á Rafik Hariri forsætisráðherra landsins. Talið er að Sýrlendingar standi á bak við glæpinn en þeir hafa haft fjölmennt herlið í landinu um árabil. Reiði almennings birtist í fjöldamótmælum á götum úti. Stjórn Líbanons, sem höll var undir Sýrlendinga, náði ekki tökum ástandinu og neyddist til að segja af sér. Sýrlendingar hafa nú lofað að kalla hermenn sína brott og fyrirheit hefur verið gefið um frjálsar kosningar í maí. Í júlí eru síðan fyrirhugaðar lýðræðislegar kosningar til þings Palestinumanna. Ekki er hægt að útiloka að þar vinni herskáir rétttrúnaðarmenn sigur. Lýðræði á enga vörn gagnvart mönnum sem nota það til að taka það úr sambandi. Í september verða forsetakosningar í Egyptalandi. Í fyrsta sinn í aldarfjórðung verður leyft mótframboð gegn forseta landsins, Hosni Mubarak. Í smáríkjunum við Persaflóa, Qatar og Bahrain, eru miklar umræður í gangi um að koma á fjölflokkakerfi. Við erum vön því að heyra eingöngu fréttir af hryðjuverkum,blóðbaði og öðrum hörmungum frá þessum heimshluta. Þess vegna vekja fréttir um lýðræðishreyfinguna óvæntu bæði undrun og gleði. Það væri mikil gæfa fyrir mannkynið allt ef þessi hreyfing fengi að skjóta rótum og umskapa þjóðfélög araba. Hvort sú verður raunin sker framtíðin ein úr um.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun