Enn óvissa um sölu Símans 22. mars 2005 00:01 Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Fastlega hafði verið búist við að ákvörðun um það með hvaða hætti staðið verður að sölu Símans yrði samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá væri loks hægt að auglýsa fyrirtækið til sölu og tilgreina skilyrði sem sett verða fyrir kaupunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir einkavæðinganefnd enn fjalla um málið ásamt ráðgjöfunum frá Morgan og Stanley. Hann segir ekkert óvænt hafa komið upp á heldur vilji menn einfaldlega vanda til verka. Fara þurfi vel í hlutina og ráðfæra sig við fyrrnefnda ráðgjafa. Halldór segir stefnt að því að ákveða fyrirkomulag sölunnar sem allra fyrst eftir páska, um leið og einkavæðinganefnd lýkur störfum. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Í því samhengi hefur verið talað um Meið, félaga Bakkavararbræða, og ýmsa smærri spámenn úr viðskiptalífinu hér innan lands og svo Björgólf Thor og Landsbankamenn. Athygli vakti um daginn þegar Burðarás og tengdir aðilar seldu hlut sinn í OgVodafone, að margir telja til að komast hjá hugsanlegum hagsmunaárekstrum bjóði þeir í Símann. Þar að auki hefur Landsbankann aukið verulega lánamöguleika sína að undanförnu. Ekki náðist í Finn Ingólfsson í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Fastlega hafði verið búist við að ákvörðun um það með hvaða hætti staðið verður að sölu Símans yrði samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá væri loks hægt að auglýsa fyrirtækið til sölu og tilgreina skilyrði sem sett verða fyrir kaupunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir einkavæðinganefnd enn fjalla um málið ásamt ráðgjöfunum frá Morgan og Stanley. Hann segir ekkert óvænt hafa komið upp á heldur vilji menn einfaldlega vanda til verka. Fara þurfi vel í hlutina og ráðfæra sig við fyrrnefnda ráðgjafa. Halldór segir stefnt að því að ákveða fyrirkomulag sölunnar sem allra fyrst eftir páska, um leið og einkavæðinganefnd lýkur störfum. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Í því samhengi hefur verið talað um Meið, félaga Bakkavararbræða, og ýmsa smærri spámenn úr viðskiptalífinu hér innan lands og svo Björgólf Thor og Landsbankamenn. Athygli vakti um daginn þegar Burðarás og tengdir aðilar seldu hlut sinn í OgVodafone, að margir telja til að komast hjá hugsanlegum hagsmunaárekstrum bjóði þeir í Símann. Þar að auki hefur Landsbankann aukið verulega lánamöguleika sína að undanförnu. Ekki náðist í Finn Ingólfsson í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira