Um jarðgöng og arðsemi 29. mars 2005 00:01 Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar