Viðskipti innlent

Taprekstur sveitarfélaga

Taprekstur sveitarfélaganna árið 2004 nam tæpum tíu milljörðum króna samkvæmt yfirliti sem Hagstofa Íslands birti í gær. Mest var tapið á síðasta ársfjórðungnum; 4,2 milljarðar króna. Afgangur var hins vegar á rekstri ríkisins í fyrra og nam hann fjórum milljörðum. Var veglegur rekstrarafgangur á síðasta ársfjórðungi sem snéri þróuninni við en fyrri helming ársins var reksturinn neikvæður um 5,5 milljarða. Síðustu þrjá mánuði ársins 2004 voru tekjurnar hins vegar um níu milljörðum króna meiri en gjöldin. Samanlagt var því tapið á rekstri hins opinbera tæpir sex milljarðar króna. Tekið er fram að tölur fyrir síðasta ársfjórðung eru bráðabirgðatölur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×