Vistarbönd nútímans Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 13. október 2005 19:01 Tíðarandinn - Sigmundur Ernir Rúnarsson Sú var tíðin að vistarbönd voru við lýði hér á landi - öld fram af öld. Allmörg rök hníga að því að böndin a tarna hafi staðið íslensku samfélagi fyrir þrifum; haldið samfélaginu inni í moldarkofunum, tafið framfarir og hagvöxt. Fólk fékk einfaldlega ekki tækifæri til að sækja fram. Vistarböndin gerðu ráð fyrir því að vinnufólk væri bundið húsum og húsbændum; það mátti hvorki ferðast né finna sér betra starf, hvorki gifta sig né safna auði . Með öðrum orðum; það bjó við kyrr kjör. Líklega má rekja stöðnun íslensks samfélags á fyrri öldum til þessa furðulega kerfis sem var einkum ætlað að koma í veg fyrir flakk og lausamennsku. Vandinn var hins vegar sá að ráðamenn þessara tíma áttuðu sig ekki á því að flakk og lausamennska er líklega ein af forsendum þess að samfélag nái að dafna. Hvatinn til að auka tekjur sínar var nákvæmlega enginn fyrir stóran hluta vinnuafls í landinu. Íslensk saga er að stórum hluta baráttusaga bænda. Og þar voru engin vopn í hendi önnur en léleg amboð. Baráttan snerist um það að komast af; metta mann og annan. Íslendingum, sem lifa nýja neyslutíma, finnst stundum við hæfi að gleyma fátækt og basli þessara gömlu tíma. Og svo sem ekki að undra; þeim hefur oftast verið haldið neðanmáls í sjálfri Íslandssögunni. Það vill gleymast að tæknistig þjóðarinnar stóð nánast í stað eða fór hreinlega aftur allt frá landnámsöld og langt fram eftir nítjándu öld. Það eru ótal margir mannsaldrar. Alltof margir. Og það vill líka gleymast að öldum saman bjó langtum stærri hluti þjóðarinnar í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar en almennt þekktist í löndunum í kring - að jafnaði um fjórðungur landsmanna. Þessu Evrópumeti er sjaldnast haldið á lofti í sögubókum. Nánast aldrei. Og eins vill það gleymast að samfélag okkar var svo lélegt á þessum löngu köflum sögunnar að ráðamenn lögðu sig í líma við að koma í veg fyrir barneignir mikils hluta landsmanna enda var landsframleiðslan lengi vel minni en magamál þjóðarinnar. Þetta vill sumsé gleymast. Enda nýir tímar merkilegri. Nútíminn er kostulegur og snýst að mestu um að ýta undir hagvöxt. Og hagvaxtarfylleríið tekur á sig alls kyns myndir. Margar broslegar. Svo sem fimm hundruð gramma hambogarann sem býðst nú í einu lagi á Íslandi. Við borðum meira en við getum, eigum meira en við þurfum, gerum meira en við erum. Þetta er nútíminn. Fitusoginn og fríkkaður. Fríkaður. Skekkjan í þessari mynd er krafan um vistarbönd samtímans. Á sama tíma og við fordæmum, eða í besta falli brosum að vistarböndunum sem héldu aftur af íslenskri þjóð í gamla daga, nálgumst við óðfluga kröfuna um önnur bönd á fólk. Þetta er krafan um heftan innflutning útlendinga. Heimurinn er að skreppa saman - og vinnumaður nútímans er ef til vill fæddur á Filippseyjum, kannski í Tyrklandi, mjög líklega í Lettlandi. Og það eru margir sem vilja hneppa þetta fólk í bönd; takmarka líkur þess á að komast óheft á milli landa. Þetta er tímanna tákn. Og þetta er líklega eitt stærsta úrlausnarefni efnaðri samfélaga á seinni tímum. Á sama hátt og vel stæðir húsbændur gamla Íslands gátu haldið aftur af þeirra tíma vinnufólki, vilja húsbændur samtímans herða reglur um sína vinnumenn. Og fyrst og síðast takmarka frjálst flæði þeirra. Þetta eru vistarbönd nútímans. Til eru glæsilegar sögur af íslenskum vinnumönnum sem reyndu að brjótast út úr vistarböndum miðalda. Við elskum þetta fólk, horfum til þess sem fyrirmyndar; sjálfstæðisþrá þess, kraftur og áræði er okkur innblástur í ljóð og sögur. Það sigraði ruglað kerfi og hristi upp í stöðnuðu samfélagi. Að minnsta kosti um stund. Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér - og fíla frelsið. Og auka hagvöxt okkar. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeður okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og algerlega staðnað kerfi. Hvatinn að bjarga sér er mannlegur. Sammannlegur. Það hlýtur að vera hverjum manni áskorun að leita þangað sem honum líður betur; í öryggið, tækifærin og frelsið. Á Íslandi er að finna að mörgu leyti heillandi samfélagsgerð. Ef til vill eina þá bestu í heimi. Vinnumaður heimsins hlýtur að horfa þangað löngunaraugum, rétt eins og vinnuhjúin horfðu á verin í denn. Annað væri í sjálfu sér óeðlilegt - og gæti flokkast undir leti, liðleskjuhátt og lélega sjálfsmynd. Og það er náttúrlega ekki í lagi. Íslensk þjóð er að vakna upp við það að vistarbönd eru að slitna. Hún hefur gert það einu sinni áður. Þá fagnaði hún. Og þá horfði hún undir dagsbrún mesta framfaraskeiðs í sögu lands og þjóðar. Þessi sama þjóð verður að spyrja sig hvort hún vill koma þessum böndum aftur á. Og sitja þannig ein að auð sínum og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Tíðarandinn - Sigmundur Ernir Rúnarsson Sú var tíðin að vistarbönd voru við lýði hér á landi - öld fram af öld. Allmörg rök hníga að því að böndin a tarna hafi staðið íslensku samfélagi fyrir þrifum; haldið samfélaginu inni í moldarkofunum, tafið framfarir og hagvöxt. Fólk fékk einfaldlega ekki tækifæri til að sækja fram. Vistarböndin gerðu ráð fyrir því að vinnufólk væri bundið húsum og húsbændum; það mátti hvorki ferðast né finna sér betra starf, hvorki gifta sig né safna auði . Með öðrum orðum; það bjó við kyrr kjör. Líklega má rekja stöðnun íslensks samfélags á fyrri öldum til þessa furðulega kerfis sem var einkum ætlað að koma í veg fyrir flakk og lausamennsku. Vandinn var hins vegar sá að ráðamenn þessara tíma áttuðu sig ekki á því að flakk og lausamennska er líklega ein af forsendum þess að samfélag nái að dafna. Hvatinn til að auka tekjur sínar var nákvæmlega enginn fyrir stóran hluta vinnuafls í landinu. Íslensk saga er að stórum hluta baráttusaga bænda. Og þar voru engin vopn í hendi önnur en léleg amboð. Baráttan snerist um það að komast af; metta mann og annan. Íslendingum, sem lifa nýja neyslutíma, finnst stundum við hæfi að gleyma fátækt og basli þessara gömlu tíma. Og svo sem ekki að undra; þeim hefur oftast verið haldið neðanmáls í sjálfri Íslandssögunni. Það vill gleymast að tæknistig þjóðarinnar stóð nánast í stað eða fór hreinlega aftur allt frá landnámsöld og langt fram eftir nítjándu öld. Það eru ótal margir mannsaldrar. Alltof margir. Og það vill líka gleymast að öldum saman bjó langtum stærri hluti þjóðarinnar í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar en almennt þekktist í löndunum í kring - að jafnaði um fjórðungur landsmanna. Þessu Evrópumeti er sjaldnast haldið á lofti í sögubókum. Nánast aldrei. Og eins vill það gleymast að samfélag okkar var svo lélegt á þessum löngu köflum sögunnar að ráðamenn lögðu sig í líma við að koma í veg fyrir barneignir mikils hluta landsmanna enda var landsframleiðslan lengi vel minni en magamál þjóðarinnar. Þetta vill sumsé gleymast. Enda nýir tímar merkilegri. Nútíminn er kostulegur og snýst að mestu um að ýta undir hagvöxt. Og hagvaxtarfylleríið tekur á sig alls kyns myndir. Margar broslegar. Svo sem fimm hundruð gramma hambogarann sem býðst nú í einu lagi á Íslandi. Við borðum meira en við getum, eigum meira en við þurfum, gerum meira en við erum. Þetta er nútíminn. Fitusoginn og fríkkaður. Fríkaður. Skekkjan í þessari mynd er krafan um vistarbönd samtímans. Á sama tíma og við fordæmum, eða í besta falli brosum að vistarböndunum sem héldu aftur af íslenskri þjóð í gamla daga, nálgumst við óðfluga kröfuna um önnur bönd á fólk. Þetta er krafan um heftan innflutning útlendinga. Heimurinn er að skreppa saman - og vinnumaður nútímans er ef til vill fæddur á Filippseyjum, kannski í Tyrklandi, mjög líklega í Lettlandi. Og það eru margir sem vilja hneppa þetta fólk í bönd; takmarka líkur þess á að komast óheft á milli landa. Þetta er tímanna tákn. Og þetta er líklega eitt stærsta úrlausnarefni efnaðri samfélaga á seinni tímum. Á sama hátt og vel stæðir húsbændur gamla Íslands gátu haldið aftur af þeirra tíma vinnufólki, vilja húsbændur samtímans herða reglur um sína vinnumenn. Og fyrst og síðast takmarka frjálst flæði þeirra. Þetta eru vistarbönd nútímans. Til eru glæsilegar sögur af íslenskum vinnumönnum sem reyndu að brjótast út úr vistarböndum miðalda. Við elskum þetta fólk, horfum til þess sem fyrirmyndar; sjálfstæðisþrá þess, kraftur og áræði er okkur innblástur í ljóð og sögur. Það sigraði ruglað kerfi og hristi upp í stöðnuðu samfélagi. Að minnsta kosti um stund. Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér - og fíla frelsið. Og auka hagvöxt okkar. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeður okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og algerlega staðnað kerfi. Hvatinn að bjarga sér er mannlegur. Sammannlegur. Það hlýtur að vera hverjum manni áskorun að leita þangað sem honum líður betur; í öryggið, tækifærin og frelsið. Á Íslandi er að finna að mörgu leyti heillandi samfélagsgerð. Ef til vill eina þá bestu í heimi. Vinnumaður heimsins hlýtur að horfa þangað löngunaraugum, rétt eins og vinnuhjúin horfðu á verin í denn. Annað væri í sjálfu sér óeðlilegt - og gæti flokkast undir leti, liðleskjuhátt og lélega sjálfsmynd. Og það er náttúrlega ekki í lagi. Íslensk þjóð er að vakna upp við það að vistarbönd eru að slitna. Hún hefur gert það einu sinni áður. Þá fagnaði hún. Og þá horfði hún undir dagsbrún mesta framfaraskeiðs í sögu lands og þjóðar. Þessi sama þjóð verður að spyrja sig hvort hún vill koma þessum böndum aftur á. Og sitja þannig ein að auð sínum og frelsi.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun