Kosið aftur innan sex vikna 24. apríl 2005 00:01 Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira