Boðar viðræður um varnarsamstarf 25. apríl 2005 00:01 Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira