Ávarpaði jarðhitaráðstefnu 25. apríl 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. Ráðherra minntist í upphafi á að Íslendingar hefðu verið stofnfélagar í Alþjóða jarðhitasambandinu og ávallt verið afar virkir í starfi þess enda væri jarðhitanotkun á Íslandi sú mesta í heimi, eða 54 prósent af orkunotkun þjóðarinnar. Nýting jarðhitans hefði á síðustu áratugum orðið samofin daglegu lífi og velferð þjóðarinnar auk þess að hafa sparað þjóðinni árlega marga milljarða króna miðað við sambærilega olíunotkun fyrri ára. Ráðherra greindi frá fyrirhuguðum rannsóknum við djúpborun rannsóknarholu sem getur skipt sköpum varðandi mögulega nýtingu jarðhitasvæða víða um heim. Þá fjallaði ráðherra um skyldur þjóða heims varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en aukin jarðhitanotkun er af mörgum talin einn álitlegasti kostur aukinnar orkunýtingar, ekki síst í þróunarríkjum. Íslensk stjórnvöld hefðu í 26 ár rekið jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og væru þau afar stolt af því starfi er þar fer fram. Alls hefðu 318 nemendur stundað nám í skólanum frá upphafi en 80 þeirra sitja ráðstefnuna í Tyrklandi og eiga þeir hlut í 144 erindum af þeim 706 er þar verða flutt. Ráðherra greindi frá að fyrirhugað væri að tvöfalda alþjóðlega þróunaraðstoð Íslands á næstu árum og mun sú aðstoð einkum beinast að sjálfbærri nýtingu auðlinda og þar myndi aukinn stuðningur við jarðhitanotkun vega þungt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styðja í auknum mæli við jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum og hafa þegar verið undirbúin námskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á vegum jarðhitaskólans á árunum 2006-2008 þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og nýtingu jarðhita í þessum ríkjum og rekstur jarðhitaorkuvera. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. Ráðherra minntist í upphafi á að Íslendingar hefðu verið stofnfélagar í Alþjóða jarðhitasambandinu og ávallt verið afar virkir í starfi þess enda væri jarðhitanotkun á Íslandi sú mesta í heimi, eða 54 prósent af orkunotkun þjóðarinnar. Nýting jarðhitans hefði á síðustu áratugum orðið samofin daglegu lífi og velferð þjóðarinnar auk þess að hafa sparað þjóðinni árlega marga milljarða króna miðað við sambærilega olíunotkun fyrri ára. Ráðherra greindi frá fyrirhuguðum rannsóknum við djúpborun rannsóknarholu sem getur skipt sköpum varðandi mögulega nýtingu jarðhitasvæða víða um heim. Þá fjallaði ráðherra um skyldur þjóða heims varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en aukin jarðhitanotkun er af mörgum talin einn álitlegasti kostur aukinnar orkunýtingar, ekki síst í þróunarríkjum. Íslensk stjórnvöld hefðu í 26 ár rekið jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og væru þau afar stolt af því starfi er þar fer fram. Alls hefðu 318 nemendur stundað nám í skólanum frá upphafi en 80 þeirra sitja ráðstefnuna í Tyrklandi og eiga þeir hlut í 144 erindum af þeim 706 er þar verða flutt. Ráðherra greindi frá að fyrirhugað væri að tvöfalda alþjóðlega þróunaraðstoð Íslands á næstu árum og mun sú aðstoð einkum beinast að sjálfbærri nýtingu auðlinda og þar myndi aukinn stuðningur við jarðhitanotkun vega þungt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styðja í auknum mæli við jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum og hafa þegar verið undirbúin námskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á vegum jarðhitaskólans á árunum 2006-2008 þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og nýtingu jarðhita í þessum ríkjum og rekstur jarðhitaorkuvera.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira