Detroit 2 - Philadelphia 0 27. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig. NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig.
NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira