Borgin hefur styrkt Viðey 9. maí 2005 00:01 Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun