Alcan hefur ekki fengið leyfi 16. maí 2005 00:01 Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn veitt Alcan framkvæmdaleyfi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Talsmaður iðnaðarráðuneytsins sagði í fréttum um helgina að búið væri að láta gera mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun álversins, stjórnendur þess ættu einungis ætti eftir að taka endanlega ákvörðun og bjóða verkið út. Þetta er þó ekki alveg rétt því framkvæmdaleyfið vantar. Lúðvik Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að komið hafi fram nýjar upplýsingar varðandi reglugerðir Evrópusambandsins sem taki gildi í vor. Þær geri það að verkum að kröfur um mengun og útblástur séu harðari. Framvegis gildi því ekki sömu forsendur varðandi svokallað þynningarsvæði, en það er dregið í ákveðinn ramma út frá verksmiðjulóðinni þar sem takmarkaður útblástur er leyfður, en þar má ekki byggja. Stækkunin felur í sér aukna framleiðslugetu um 260 þúsund tonn á ári. Starfsleyfi álversins í dag gerir ráð fyrir 200 þúsund tonna álframleiðslu. Reistir verða tveir tæplega 950 metra langir kerskálar sunnan Reykjanesbrautar, verði stækkunin að veruleika. Önnur helstu mannvirki eru súrálsgeymir, tvær þurrhreinsistöðvar, skautsmiðja, kersmiðja, stækkun steypuskála, spennistöðvar og geymslustöðvar. Lúðvik segist ekki telja að þetta þurfi að tefja málið heldur þvert á móti. Bærinn hafi viljað færa þessi þynningarmörk en þau liggi nú næst svæðinu við gamla Krísuvíkurveginn þar sem byggðin hefur verið að þéttast og gert er ráð fyrir frekari byggð í framtíðinni. Þrátt fyrir nálægð við íbúabyggð mættu sárafáir, eða innan við tuttugu, á kynningarfund þegar áformin voru kynnt almenningi á sínum tíma. Eins og kom fram í gær telur Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu, að það sé farið að þrengja um raforku á svæðinu og því kæmi ekki á óvart þótt Alcan í Straumsvík myndi fara að hraða ferlinu, enda væru þeirra áform í raun komin lengra en annarra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn veitt Alcan framkvæmdaleyfi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Talsmaður iðnaðarráðuneytsins sagði í fréttum um helgina að búið væri að láta gera mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun álversins, stjórnendur þess ættu einungis ætti eftir að taka endanlega ákvörðun og bjóða verkið út. Þetta er þó ekki alveg rétt því framkvæmdaleyfið vantar. Lúðvik Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að komið hafi fram nýjar upplýsingar varðandi reglugerðir Evrópusambandsins sem taki gildi í vor. Þær geri það að verkum að kröfur um mengun og útblástur séu harðari. Framvegis gildi því ekki sömu forsendur varðandi svokallað þynningarsvæði, en það er dregið í ákveðinn ramma út frá verksmiðjulóðinni þar sem takmarkaður útblástur er leyfður, en þar má ekki byggja. Stækkunin felur í sér aukna framleiðslugetu um 260 þúsund tonn á ári. Starfsleyfi álversins í dag gerir ráð fyrir 200 þúsund tonna álframleiðslu. Reistir verða tveir tæplega 950 metra langir kerskálar sunnan Reykjanesbrautar, verði stækkunin að veruleika. Önnur helstu mannvirki eru súrálsgeymir, tvær þurrhreinsistöðvar, skautsmiðja, kersmiðja, stækkun steypuskála, spennistöðvar og geymslustöðvar. Lúðvik segist ekki telja að þetta þurfi að tefja málið heldur þvert á móti. Bærinn hafi viljað færa þessi þynningarmörk en þau liggi nú næst svæðinu við gamla Krísuvíkurveginn þar sem byggðin hefur verið að þéttast og gert er ráð fyrir frekari byggð í framtíðinni. Þrátt fyrir nálægð við íbúabyggð mættu sárafáir, eða innan við tuttugu, á kynningarfund þegar áformin voru kynnt almenningi á sínum tíma. Eins og kom fram í gær telur Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu, að það sé farið að þrengja um raforku á svæðinu og því kæmi ekki á óvart þótt Alcan í Straumsvík myndi fara að hraða ferlinu, enda væru þeirra áform í raun komin lengra en annarra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent