Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:48 Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir hvað gerðist á milli hans og Jóns Gunnarssonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær eftir að Heimildin sagði frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann sonur Jóns fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft er eftir Gunnari í upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Ræddi um málin tvö á sama tíma Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti því í fréttum í gær hvernig málið kom upp á fundi hans og Jóns í kjölfar þess að þingmaðurinn hafði lýst yfir að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa tapað fyrir varaformanninum. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort það væri ekki óheppilegt svaraði hann: „Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Jón Ólafsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands telur að þetta samræmist ekki siðareglum ráðherra. „Í þessu tilfelli er verið að tengja þessi tvö mál á sama fundi. Það er merki um ákveðið formleysi í stjórnsýslu. Ef málið er einnig skoðað út frá siðferðislegu sjónarhorni og út frá sjónarhorni sérstakra siðareglna ráðherra þá er hægt að benda á að það þurfi að passa að blanda svona málum ekki saman á sama fundi eins og þarna er gert. Þetta vekur spurningar um greinarmun á flokkspólitísku starfi og verkefnum í stjórnsýslunni. Í siðareglum ráðherra kemur fram að ráðherra þurfi að gera greinarmun á þessu tvennu. Samkvæmt þeim ætti fólk að horfast í augu við hvaða álitamál geta komið upp og leita allra leiða til að forðast þau. Það að tengja saman pólitík og kosningabaráttu og verkefni í ráðuneytinu með þeim hætti sem hann lýsir er ekki í samræmi við þessar ágætu siðareglur,“ segir Jón. Ákvæðið í Siðareglum ráðherra sem Jón vísar til er eftirfarandi:Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda. Jón telur tilefni til að málið verði kannað „ Þetta er mjög gott tilefni til að láta skoða málið hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og í forsætisráðuneytinu þar sem sérstök deild er til staðar sem getur fjallað um þetta,“ segir Jón. Tók Jón úr hvalaverkefni sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu Bjarni upplýsti sagði í fréttum í gær að hann hefði ákveðið áður en leyniupptökurnar voru gerðar opinberar að útiloka Jón Gunnarsson frá vinnslu hvalveiðiumsókna í matvælaráðuneytinu. Heimildin upplýsir í dag að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hafi fengið beiðni um það sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu eða fimmtudaginn 7. nóvember. Umfjöllun um málið hófst 11. nóvember í Heimildinni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir hvað gerðist á milli hans og Jóns Gunnarssonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær eftir að Heimildin sagði frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann sonur Jóns fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft er eftir Gunnari í upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Ræddi um málin tvö á sama tíma Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti því í fréttum í gær hvernig málið kom upp á fundi hans og Jóns í kjölfar þess að þingmaðurinn hafði lýst yfir að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa tapað fyrir varaformanninum. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort það væri ekki óheppilegt svaraði hann: „Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Jón Ólafsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands telur að þetta samræmist ekki siðareglum ráðherra. „Í þessu tilfelli er verið að tengja þessi tvö mál á sama fundi. Það er merki um ákveðið formleysi í stjórnsýslu. Ef málið er einnig skoðað út frá siðferðislegu sjónarhorni og út frá sjónarhorni sérstakra siðareglna ráðherra þá er hægt að benda á að það þurfi að passa að blanda svona málum ekki saman á sama fundi eins og þarna er gert. Þetta vekur spurningar um greinarmun á flokkspólitísku starfi og verkefnum í stjórnsýslunni. Í siðareglum ráðherra kemur fram að ráðherra þurfi að gera greinarmun á þessu tvennu. Samkvæmt þeim ætti fólk að horfast í augu við hvaða álitamál geta komið upp og leita allra leiða til að forðast þau. Það að tengja saman pólitík og kosningabaráttu og verkefni í ráðuneytinu með þeim hætti sem hann lýsir er ekki í samræmi við þessar ágætu siðareglur,“ segir Jón. Ákvæðið í Siðareglum ráðherra sem Jón vísar til er eftirfarandi:Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda. Jón telur tilefni til að málið verði kannað „ Þetta er mjög gott tilefni til að láta skoða málið hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og í forsætisráðuneytinu þar sem sérstök deild er til staðar sem getur fjallað um þetta,“ segir Jón. Tók Jón úr hvalaverkefni sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu Bjarni upplýsti sagði í fréttum í gær að hann hefði ákveðið áður en leyniupptökurnar voru gerðar opinberar að útiloka Jón Gunnarsson frá vinnslu hvalveiðiumsókna í matvælaráðuneytinu. Heimildin upplýsir í dag að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hafi fengið beiðni um það sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu eða fimmtudaginn 7. nóvember. Umfjöllun um málið hófst 11. nóvember í Heimildinni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira