
Ljóshærði herinn
Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum.
Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina?
Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda?
Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway!
Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik.
Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.
Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Skoðun

Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs?
Ómar Torfason skrifar

Flokkurinn hans Gunnars Smára?
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Hætt við að hækka ekki skatta á almenning
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Hver borgar brúsann?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Hvers vegna berðu kross?
Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar

Þannig gerum við þetta?
Ísak Ernir Kristinsson skrifar

Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Falleinkunn skólakerfis?
Helga Þórisdóttir skrifar

Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann
Margrét Reynisdóttir skrifar

Hvar er auðlindarentan?
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni
Ómar Már Jónsson skrifar

Virði barna og ungmenna
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sættir þú þig við þetta?
Jón Pétur Zimsen skrifar

Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum
Lúðvík Júlíusson skrifar

Lægri gjöld, fleiri tækifæri
Bragi Bjarnason skrifar

Tölum um stóra valdaframsalsmálið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna
Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar

Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Gott frumvarp, en hvað með verklagið?
Bogi Ragnarsson skrifar

Augnablikið
Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag
Bolli Héðinsson skrifar

„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum
Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál
Grímur Atlason skrifar

Í vörn gegn sjálfum sér?
Ólafur Stephensen skrifar

Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar