Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar 10. október 2025 13:30 Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun