Samfylkingin vanbúin síðast 20. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira