LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR! 25. maí 2005 00:01 Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. Dudek tók gamla markvörð Liverpool, Bruce Grobbelear til fyrirmyndar og dansaði á marklínunni þegar leikmenn AC Milan tóku sínar spyrnur. Eftir að Paolo Maldini hafði slegið Liverpool út af laginu með marki strax á 1. mínútu skoraði Argentínumaðurinn Hernan Crespo tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu og virtist hafa gert út um leikinn. Steven Gerrard og Vladimir Smicer minnkuðu muninn fyrir Liverpool í 2-3 með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu. Xabi Alonso jafnaði svo 3-3 úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu. Vítaspyrnukeppnin þróaðist á eftirfarandi hátt: AC Milan - Serginho 0-0 Yfir markið Liverpool - Dietmar Hamann 0-1 AC Milan - Andrea Pirlo 0-1 Dudek ver Liverpool - Cisse 0-2 AC Milan - Tomasson 1-2 Liverpool - Riise 1-2 Dida ver AC Milan - Kaka 2-2 Liverpool - Smicer 2-3 AC Milan - Schevchenko 2-3 Dudek ver - Liverpool sigrar vítakeppnina 2-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool skipti öllum varamönnunum sínum þremur inn á í venjulegum leiktíma. Sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu þegar Vladimir Smicer kom inn á fyrir Harry Kewell en hann fór meiddur af velli. Hinar skiptingarnar komu á 46. mínútu (Hamann fyrir Finnan) og á 85. mínútu. (Cisse fyrir Baros) Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á, þeim fyrri á 85. mínútu, (Tomasson fyrir Crespo) og á 86. mínútu. (Serginho fyrir Seedorf) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. Dudek tók gamla markvörð Liverpool, Bruce Grobbelear til fyrirmyndar og dansaði á marklínunni þegar leikmenn AC Milan tóku sínar spyrnur. Eftir að Paolo Maldini hafði slegið Liverpool út af laginu með marki strax á 1. mínútu skoraði Argentínumaðurinn Hernan Crespo tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu og virtist hafa gert út um leikinn. Steven Gerrard og Vladimir Smicer minnkuðu muninn fyrir Liverpool í 2-3 með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu. Xabi Alonso jafnaði svo 3-3 úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu. Vítaspyrnukeppnin þróaðist á eftirfarandi hátt: AC Milan - Serginho 0-0 Yfir markið Liverpool - Dietmar Hamann 0-1 AC Milan - Andrea Pirlo 0-1 Dudek ver Liverpool - Cisse 0-2 AC Milan - Tomasson 1-2 Liverpool - Riise 1-2 Dida ver AC Milan - Kaka 2-2 Liverpool - Smicer 2-3 AC Milan - Schevchenko 2-3 Dudek ver - Liverpool sigrar vítakeppnina 2-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool skipti öllum varamönnunum sínum þremur inn á í venjulegum leiktíma. Sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu þegar Vladimir Smicer kom inn á fyrir Harry Kewell en hann fór meiddur af velli. Hinar skiptingarnar komu á 46. mínútu (Hamann fyrir Finnan) og á 85. mínútu. (Cisse fyrir Baros) Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á, þeim fyrri á 85. mínútu, (Tomasson fyrir Crespo) og á 86. mínútu. (Serginho fyrir Seedorf)
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira