Sport

Árangur Liverpool særir Cole

Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, sagði í dag að það hefði verið mjög sárt að horfa á Liverpool lyfta Evrópubikarnum í Istanbul í gær bætti við: ,,Arsenal ætti að vera vinna svona titla". Cole viðurkenndi þó að hann væri mjög ánægður að enskt lið hefði unnið bikarinn og að hann væri sérstaklega ánægður fyrir hönd samherja sinna hjá landsliðinu, þeirra Jamie Carragher og Steven Gerrard. ,,Þetta er mjög gott fyrir enskan fótbolta og gott fyrir Jamie og Steven, en það var sárt að sjá þá lyfta bikarnum því fyrir mér ætti Arsenal að vera í þessum sporum".,,Eins og við spiluðum í Meistaradeildinni í ár áttum við það ekki skilið, en mér finnst liðið nógu gott til að ná svona langt. Ef við hefðum spilað í Meistaradeildinni eins og við höfum gert núna undir lok tímabilsins hérna heima hefðum við átt möguleika." Á sama tíma segir Jermain Defoe, framherji enska landsliðsins og Tottenham, að Liverpool eigi að fá möguleika á að verja titilinn. ,,Þegar ég sá Steven Gerrard lyfta bikarnum var það mjög tilfinningaþrungið fyrir mig. Maður hugsar með sér, ´ég væri til í að vera þarna´. Við í landsliðinu vorum að horfa á leikinn og ég var að fara á taugum. Ég hélt að þetta væri búið, allir héldu að þetta væri búið. En þeir komu til baka á frábæran hátt og eru verðugir sigurvegarar. Ég óska þeim innilega til hamingju."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×