Í skólanum er skemmtilegt að vera 1. júní 2005 00:01 Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar