Innlent

Óánægðir leikskólastjórar

Í bréfinu segir að leikskólastjórar hafi verið boðnir á afmælishátíð bæjarins 18. maí með dags fyrirvara. Almennt hafi boð til annarra hins vegar verið send út með góðum fyrirvara. "Það lítur því út fyrir að leikskólastjórum hafi verið boðið til að fylla út í tóm sæti þegar í ljós kom að aðrir gestir höfðu afþakkað boðið," segir í bréfinu. Þá segja leikskólastjórarnir það hafa vakið undrun sína, að þeim hafi ekki verið boðið til hátíðarkvöldverðar eins og öðrum stjórnendum bæjarins, svo sem stjórnendum grunnskóla og tónlistarskóla. Gunnsteinn sagði, að hátíðarhöldunum hefði verið skipt í þrennt. Menn hefðu viljað koma miklu fleirum að, en til stæði að gera eitthvað meira fyrir starfsfólk bæjarins þegar liði á árið. Bæjarráð myndi ræða bréf leikskólastjóranna og svara því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×