Skerjafjarðarbraut þótti óhagkvæm 8. júní 2005 00:01 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira