Ríkisskoðandi aftur á fund 14. júní 2005 00:01 Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að engar umræður hafi orðið á fundi nefndarinnar í gær um minnisblað Ríkisendurskoðunar varðandi hæfi forsætisráðherra til að fjalla um kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbakanum. "Ákveðið var að halda sérstakan fund um málið í fjárlaganefnd á morgun, fimmtudag, og kalla ríkisendurskoðanda á þann fund," segir Magnús. Áhyggjur framsóknarmanna vaxa eftir því sem umræða um hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, dregst á langinn. Viðmælendur Fréttablaðsins innan flokksins telja að það geti orðið honum dýrkeypt í komandi sveitarstjórnar- og síðar þingkosningum. Málið sé í raun upplýst en stjórnarandstaðan nýti tækifærið til hins ýtrasta í pólítískum tilgangi til að koma höggi á forsætisráðherrann og Framsóknarflokkinn. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra telur þó að málið hafi ekki skaðað flokkinn. Hún segir að það sé fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem standi í vegi fyrir nýjum formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. "Stjórnarandstaðan getur ekki gagnrýnt á málefnalegum grunni. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður. Hæfi forsætisráðherra hangir á hálmstrái að mati Lúðvíks Bergvinssonar þingmanns Samfylkingarinnar. "Í minnisblaði Ríkisendurskoðunar kemur fram að allt sem stjórnarandstaðan hefur sagt um atburðarásina í málinu er sannleikanum samkvæmt. Forsætisráðherra bar að gera grein fyrir persónulegum hagsmunum sínum strax þann 6. september 2002 vegna þess að þá var Ker hf. orðið hluti af S-hópnum," segir Lúðvík. Hann telur að við mat á því hvort um verulega hagsmuni hafi verið að ræða hefði átt að taka mið af eignarhlut Hesteyrar í Keri en ekki VÍS, einsog staðan var 15. nóvember 2002 og fullyrðir hann að hagsmunir forsætisráðherra hefðu verið metnir þrisvar sinnum meiri ef ríkisendurskoðandi hefði stuðst við þá dagsetningu. "Það er mat okkar í stjórnarandstöðunni að forsætisráðherra hafi haft verulega hagsmuni í málinu enda allar fjárhæðir af þeirri stærðargráðu. Hvers vegna ríkisendurskoðandi ákvað að reikna hagsmuni forsætisráðherra niður er mér hulin ráðgáta. Staða forsætisráðherra hlýtur því að vera afar erfið þegar hæfi hans hangir á þessu hálmstrái - ef það gerir það þá," segir Lúðvík. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að engar umræður hafi orðið á fundi nefndarinnar í gær um minnisblað Ríkisendurskoðunar varðandi hæfi forsætisráðherra til að fjalla um kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbakanum. "Ákveðið var að halda sérstakan fund um málið í fjárlaganefnd á morgun, fimmtudag, og kalla ríkisendurskoðanda á þann fund," segir Magnús. Áhyggjur framsóknarmanna vaxa eftir því sem umræða um hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, dregst á langinn. Viðmælendur Fréttablaðsins innan flokksins telja að það geti orðið honum dýrkeypt í komandi sveitarstjórnar- og síðar þingkosningum. Málið sé í raun upplýst en stjórnarandstaðan nýti tækifærið til hins ýtrasta í pólítískum tilgangi til að koma höggi á forsætisráðherrann og Framsóknarflokkinn. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra telur þó að málið hafi ekki skaðað flokkinn. Hún segir að það sé fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem standi í vegi fyrir nýjum formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. "Stjórnarandstaðan getur ekki gagnrýnt á málefnalegum grunni. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður. Hæfi forsætisráðherra hangir á hálmstrái að mati Lúðvíks Bergvinssonar þingmanns Samfylkingarinnar. "Í minnisblaði Ríkisendurskoðunar kemur fram að allt sem stjórnarandstaðan hefur sagt um atburðarásina í málinu er sannleikanum samkvæmt. Forsætisráðherra bar að gera grein fyrir persónulegum hagsmunum sínum strax þann 6. september 2002 vegna þess að þá var Ker hf. orðið hluti af S-hópnum," segir Lúðvík. Hann telur að við mat á því hvort um verulega hagsmuni hafi verið að ræða hefði átt að taka mið af eignarhlut Hesteyrar í Keri en ekki VÍS, einsog staðan var 15. nóvember 2002 og fullyrðir hann að hagsmunir forsætisráðherra hefðu verið metnir þrisvar sinnum meiri ef ríkisendurskoðandi hefði stuðst við þá dagsetningu. "Það er mat okkar í stjórnarandstöðunni að forsætisráðherra hafi haft verulega hagsmuni í málinu enda allar fjárhæðir af þeirri stærðargráðu. Hvers vegna ríkisendurskoðandi ákvað að reikna hagsmuni forsætisráðherra niður er mér hulin ráðgáta. Staða forsætisráðherra hlýtur því að vera afar erfið þegar hæfi hans hangir á þessu hálmstrái - ef það gerir það þá," segir Lúðvík.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira