Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? 19. júní 2005 00:01 Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira