Menning

Kirkjudagar um næstu helgi

Meginþungi Kirkjudaga, sem haldnir verða um næstu helgi, liggur í um fjörutíu málstofum sem haldnar verða í Iðnskólanum. Um 700 manns leggja hönd á plóg en dagskráratriði verða 160 talsins.

Dagskrá Krikjudaga var kynnt í skrifstofugámi við Hallgrímskirkju nú fyrir hádegi. Í boði verða listrænar uppákomur, barnadagskrá, unglingadagskrá, helgihald og tónlistaratriði og er allur aðgangur ókeypis.

Meðal forvitnilegra efna má nefna kynningu á viðhorfum til jafnréttismála innan kirkjunnar. Þar verður meðal annars byggt á nýrri Gallup-könnun sem sýnir viðhorf almennings annars vegar og presta hins vegar til þessara mála innan kirkjunnar.

Þetta er í annað sinn sem Kirkjudagar eru haldnir hér á landi með þessum hætti en víða í nágrannalöndum okkar eru kirkjudagar stórviðburðir í kirkjulífinu. Stefnt er að því að halda Kirkjudaga hér á landi fjórða hvert ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×