Er jafnréttið í nánd? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. júní 2005 00:01 Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun