100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands 26. júní 2005 00:01 Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira