Hvar höldum við að við séum? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. júlí 2005 00:01 Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar