Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE 6. júlí 2005 00:01 Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira