FH-ingar töpuðu fyrir Neftchi frá Azerbadjan 2-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Baku í Azerbadjan. Mörk Neftchi gerðu Mammadov á 20. mínútu og Misura á 90. mínútu. Seinni leikur liðanna fer fram á Kaplakrikavelli þannn 20 júlí.