Of seint í rassinn gripið? 26. júlí 2005 00:01 Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar