Misheppnuð mótmæli? 29. júlí 2005 00:01 Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Trausti Hafliðason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar