Ekki hátæknisjúkrahús! 2. ágúst 2005 00:01 Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar