Er femínismi gamaldags? 4. ágúst 2005 00:01 "Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
"Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun