Hagnaðartölur og íslensk hlutabréf 22. ágúst 2005 00:01 Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun