Saklaust fórnarlamb drykkjuláta Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. ágúst 2005 00:01 Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun