Voru slit R-listans mistök? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2005 00:01 Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun