Sport

Fjölnismenn komnir með nýjan kana

Fjölnismenn eru búnir að ná sér í bandarískan leikmann fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildinni en sá heitir Jason Clark og spilaði með Virginia-háskólanum í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Jason er 203 sm framherji sem skoraði 6,8 stig og tók 5,2 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í skólanum en hann fékk mikið lof fyrir baráttuþrek og varnarleik hjá þjálfurum sínum í skólanum. Clark nýtti færin sín vel (61,7% skotnýting síðasta árið) og þá varði hann 112 skot á tíma sínum hjá Virginia sem er fimmta mesta í sögu skólans. "Þetta er hörku varnarmaður og kemur til með að hjálpa okkur mikið þótt að hann sé ekki mikill skorari. Clark kemur til með að binda saman vörnina og þetta er örugglega öðruvísi leikmaður en liðin hafa verið að taka í þessu eins kana kerfi," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari spútnikliðs síðasta tímabils sem komst í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit úrslitakeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Benedikt hefur þurft að glíma við meiðsli lykilmanna á undirbúningstímabilinu en Pálmar Ragnarsson og Lárus Jónsson hafa lítið geta æft að undanförnu en von er til um að þeir fari báðir að komast af stað á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×