Hvetja til að hafna sameiningu 10. september 2005 00:01 Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira